30 ára Salka ólst upp í Kópavogi en býr á Akureyri. Hún er með BSc-gráðu í sálfræði frá HR og starfar sem verkefnastjóri einstaklingsstuðnings hjá Akureyrarbæ. Áhugamálin eru útivist, að fara á skíði, elda góðan mat, hlusta á tónlist og verja góðum stundum með fjölskyldu og vinum

30 ára Salka ólst upp í Kópavogi en býr á Akureyri. Hún er með BSc-gráðu í sálfræði frá HR og starfar sem verkefnastjóri einstaklingsstuðnings hjá Akureyrarbæ. Áhugamálin eru útivist, að fara á skíði, elda góðan mat, hlusta á tónlist og verja góðum stundum með fjölskyldu og vinum.


Fjölskylda Eiginmaður Sölku er Tómas Leó Halldórsson, f. 1990, tónlistarmaður, myndlistarmaður með BA-gráðu í grafískri hönnun og M.Art.Ed í listkennslufræði, hvort tveggja frá LHÍ. Börn þeirra eru Tindur Þeyr, f. 2021, og Saga, f. 2024. Foreldrar Sölku eru Brynja Guðmundsdóttir, f. 1962, og Sigurður H. Jóhannesson, f. 1957, búsett í Grafarvogi.