Haukar eru í fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn bosníska liðinu Izvidac í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik á Ásvöllum á laugardag. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 30:27, sem fara því með gott veganesti í síðari leikinn í Bosníu sem fer fram næsta laugardag
Haukar eru í fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn bosníska liðinu Izvidac í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik á Ásvöllum á laugardag. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 30:27, sem fara því með gott veganesti í síðari leikinn í Bosníu sem fer fram næsta laugardag. Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik fyrir Hauka er hann varði 17 skot, þar af eitt vítakast. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur Hauka með sex mörk.