„Bókameistarar er heiti á nýjum leshring fyrir þau sem langar að lesa skemmtilegar og djúpar heimsbókmenntir sem mótað hafa heilu samfélögin,“ segir í kynningu á nýjum leshring sem Borgarbókasafnið stendur fyrir. Ráðgert er að hópurinn hittist í Borgarbókasafninu Grófinni alla miðvikudaga frá 26. mars til 28. maí milli kl. 17 og 18. „Hópurinn hentar bæði lengra komnum og þeim sem hefur lengi langað að byrja að lesa en vita ekki hvar þau eiga að byrja. Lesnar verða klassískar bækur eftir erlenda og íslenska höfunda. Ungt fólk er sérstaklega velkomið. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram, bara mæta.“ Umsjón með leshringnum hefur Ísak Gabríel Regal bókavörður. Nánari upplýsingar á vef safnsins.