„Þá greindi á um það hvorum við værum skyldari, simpönsum eða órangútönum.“ Þannig er orðasambandið notað ef menn eru ósammála um eitthvað, til dæmis í ættfræði. Mennina greindi á um þetta, ekki „mönnunum“
„Þá greindi á um það hvorum við værum skyldari, simpönsum eða órangútönum.“ Þannig er orðasambandið notað ef menn eru ósammála um eitthvað, til dæmis í ættfræði. Mennina greindi á um þetta, ekki „mönnunum“. Mennirnir voru ósammála um ættartengslin en mennina greindi á um þau. Ekki fyrsta skiptið í Málinu og baráttan heldur áfram.