Mýkra en skuggi nefnist sýning sem Alfa Rós Pétursdóttir hefur opnað í Gallerí Göngum. „Alfa er myndlistarkona sem brúar bilið milli samtímalistar og hefðbundins handverks
Mýkra en skuggi nefnist sýning sem Alfa Rós Pétursdóttir hefur opnað í Gallerí Göngum. „Alfa er myndlistarkona sem brúar bilið milli samtímalistar og hefðbundins handverks. Verk hennar einkennast af blöndu af útsaumi, flosi og öðrum handverksaðferðum en erfðaefni listar hennar samanstendur af litum, flæði og formum ásamt knýjandi þörf fyrir að kanna hið óþekkta í umhverfinu og sjálfu sér,“ segir í tilkynningu. Alfa útskrifaðist með BA-gráðu frá Gerrit Rietveld-akademíunni í Amsterdam árið 2011 og lauk MA-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.