Fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir í sínu fyrsta embættisverki á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi sem haldinn var í gær.
Fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir í sínu fyrsta embættisverki á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Noregi sem haldinn var í gær. — Morgunblaðið/Eyþór
„Tilfinningin er mjög góð og líka svona aðeins ógnvænleg. En jú, ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, sem er fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í leikjunum við Noreg og Sviss

„Tilfinningin er mjög góð og líka svona aðeins ógnvænleg. En jú, ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, sem er fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttur í leikjunum við Noreg og Sviss.

Ingibjörg og Selma Sól Magnúsdóttir eru varafyrirliðar Íslands og hafa myndað leiðtogateymi með Glódísi Perlu.

„Þetta er mjög mikilvægt og eitt það stærsta sem maður gerir, að vera fyrirliði í landsliðinu. Ég tek þetta mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég einhvern veginn enga pressu heldur.

Ég hef unnið mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við höfum unnið vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og hef ég verið síðustu mánuði og síðustu ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt,“ sagði Ingibjörg, sem leikur sinn 71. landsleik í dag.