„Það stendur á netinu að þegar aðfangadag beri upp á gamlársdag sé stutt í heimsendi.“ Það er stutt í heimsendi – hann verður fljótlega (og best að fara að hamstra klósettpappír)

„Það stendur á netinu að þegar aðfangadag beri upp á gamlársdag sé stutt í heimsendi.“ Það er stutt í heimsendi – hann verður fljótlega (og best að fara að hamstra klósettpappír). Ef stutt er í e-m, og um það var spurt, er hann fálátur, önugur. Samanber að vera stuttur í spuna eða stuttaralegur: fáorður, óvingjarnlegur í orðum.