Meghann Fahy í hlutverki sínu í Drop. Persóna hennar lendir í allnokkrum hremmingum.
Meghann Fahy í hlutverki sínu í Drop. Persóna hennar lendir í allnokkrum hremmingum. — Stilla
Ráðgáta Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við

Ráðgáta Einstæð móðir og ekkja, Violet, er að fara á sitt fyrsta stefnumót í mörg ár á flottu veitingahúsi. Það verður henni mikill léttir að sjá að maðurinn, Henry, er bæði meira heillandi og myndarlegri en hún bjóst við. En andrúmsloftið milli þeirra fer að súrna þegar hún fer stöðugt að fá einhver nafnlaus skilaboð í símann. Þannig er þræði spennudramahryllingsráðgátukvikmyndarinnar Drop eftir Christopher Landon lýst en hún verður frumsýnd hérlendis í næstu viku. Í helstu hluverkum eru Meghann Fahy og Brandon Sklenar.