Friðrik Sophusson með gjallarhornið góða í apríl fyrir sextíu árum.
Friðrik Sophusson með gjallarhornið góða í apríl fyrir sextíu árum.
Borgarbúar sem voru að spóka sig í góða veðrinu í miðbæ Reykjavíkur snemma í apríl 1965 ráku upp stór augu þegar grá Ferguson-dráttarvél birtist á götunum með fánum skrýdda heykerru í togi. Á kerruna var letrað stórum stöfum „lengsti miði…

Borgarbúar sem voru að spóka sig í góða veðrinu í miðbæ Reykjavíkur snemma í apríl 1965 ráku upp stór augu þegar grá Ferguson-dráttarvél birtist á götunum með fánum skrýdda heykerru í togi. Á kerruna var letrað stórum stöfum „lengsti miði landsins“, en innanborðs voru nokkur ungmenni, þeirra á meðal ungur maður, sem vakti nokkra kátínu vegfarenda, en hann bar framan á sér gjallarhorn eitt stórt. Annað veifið hóf hann upp raust sína og hvatti „góða Reykvíkinga“ til að kaupa „lengsta happdrættismiða landsins“.

Hér voru skátar á ferð og tilgangurinn með hinu óvenjulega ferðalagi þeirra var að vekja athygli á happdrætti skáta. Fyrirliði hópsins, þessi með gjallarhornið, reyndist vera Friðrik nokkur Sophusson.

Tjáði hann Morgunblaðinu að á ýmsu hefði gengið á ferðalaginu; Gamli gráni, eins og dráttarvélin var kölluð, hafði sprengt af sér annað framdekkið og síðan fengið hóstakviðu svo mikla, að um síðir hefði allur gangur fjarað úr honum. „Við brugðum skjótt við eins og fyrri daginn,“ sagði Friðrik, „enda kjörorð okkar skáta „Ávallt viðbúnir“.“