Mennta- og barnamálaráðuneytið Í Borgartúni er hlutast til um menntamál þjóðarinnar.
Mennta- og barnamálaráðuneytið Í Borgartúni er hlutast til um menntamál þjóðarinnar.
Það þurfti að ganga verulega illa þar til skólarnir, foreldrar og samfélagið áttuðu sig á hversu margt hefur farið úrskeiðis í skólakerfinu síðustu nokkuð mörg ár, og að nú væru síðustu forvöð að breyta um kúrs

Það þurfti að ganga verulega illa þar til skólarnir, foreldrar og samfélagið áttuðu sig á hversu margt hefur farið úrskeiðis í skólakerfinu síðustu nokkuð mörg ár, og að nú væru síðustu forvöð að breyta um kúrs.

Fyrsta skilyrðið til að bæta kennsluna er ekki endilega meiri fjáraustur, heldur að játa ógöngurnar skilyrðislaust og láta verkin tala.

Börnin og ekki síður kennararnir eiga rétt á að í skólunum sé vinnufriður og agi. Foreldrar sem stigu fram og lýstu ófremdarástandi eiga þakkir samfélagsins skildar og vonandi stendur þjóðin áfram með þeim, börnunum og ekki síst kennurum. Kennarar hafa verið hinir þöglu þolendur ástandsins og flúið unnvörpum úr stéttinni.

Það bætir gráu á svart og ekki geta allir farið í strandveiðar eða ferðaleiðsögu.

Hitt er annað mál að lenging háskólanáms í mörgum greinum, þar með talin kennaramenntun, skapaði starfsmannaskort sem seint verður yfirunninn. Það voru mikil mistök og rangmat á aðstæðum.

En börnin eiga skilið allt það besta.

Sunnlendingur