— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Barnamenningarhátíð náði hámarki með árlegum sumartónleikum Sumartóna á Akureyri í gær. Í ár voru það bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir í VÆB og norðlenska stelpuhljómsveitin Skandall sem stigu á svið

Barnamenningarhátíð náði hámarki með árlegum sumartónleikum Sumartóna á Akureyri í gær. Í ár voru það bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir í VÆB og norðlenska stelpuhljómsveitin Skandall sem stigu á svið.

Tónleikarnir voru haldnir í Hamraborg í Hofi og voru þær París Anna Bergmann og Rebekka Rut Birgisdóttir kynnar.

Skandall er stúlknahljómsveit frá Norðurlandi sem starfað hefur síðan árið 2022, segir í frétt á vefsíðu Akureyrarbæjar. Hljómsveitina skipa þær Helga Björg, Inga Rós, Kolfinna Ósk, Margrét, Sóley Sif og Sólveig Erla. Þær hafa spilað víða á útihátíðum og böllum og hafa tekið þátt og sigrað í ýmsum keppnum, svo sem Söngkeppni MA og Viðarstauk.