Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrrakvöld að Bandaríkjastjórn myndi hefja beinar viðræður „háttsettra embættismanna“ við klerkastjórnina í Íran um kjarnorkuáætlun landsins á laugardaginn
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrrakvöld að Bandaríkjastjórn myndi hefja beinar viðræður „háttsettra embættismanna“ við klerkastjórnina í Íran um kjarnorkuáætlun landsins á laugardaginn. Sagðist Trump vonast til þess að geta náð samkomulagi við Írana um kjarnorkumálin en varaði við alvarlegum afleiðingum ef ekki næðist samkomulag.
Stjórnvöld í Teheran staðfestu í gær að viðræður myndu fara fram í Óman á laugardaginn, en sögðu að viðræðurnar yrðu „óbeinar“.