Málþing um barnabókmenntir, tungumál og myndlæsi – á norrænum tungumálum fer fram í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 9. apríl, frá kl. 12.45-17. Segir í tilkynningu að á málþinginu komi fram allir helstu barnabókmenntahöfundar Norðurlanda og…

Málþing um barnabókmenntir, tungumál og myndlæsi – á norrænum tungumálum fer fram í Norræna húsinu í dag, miðvikudaginn 9. apríl, frá kl. 12.45-17. Segir í tilkynningu að á málþinginu komi fram allir helstu barnabókmenntahöfundar Norðurlanda og listamenn sem myndskreyti barnabækur og eigi verk á sýningunni Tréð sem nú stendur yfir á barnabókasafninu. Meðal þeirra eru verðlaunarithöfundarnir Linda Bondenstam, Malin Kivelä, Martin Glaz Serup og Ragnar Aalbu.