Laugardalurinn Róbert Hafberg og Unnar Rúnarsson með pökkinn á milli sín í gærkvöld en þeir skoruðu báðir fyrir Akureyringa í leiknum.
Laugardalurinn Róbert Hafberg og Unnar Rúnarsson með pökkinn á milli sín í gærkvöld en þeir skoruðu báðir fyrir Akureyringa í leiknum. — Ljósmynd/Hafsteinn Snær
Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar er komið í afar góða stöðu í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts karla í ís­hokkí. Liðið vann erkifjend­ur sína í Skauta­fé­lagi Reykja­vík­ur í Laug­ar­daln­um í gærkvöld, 3:1, og er því komið í 2:0 for­ystu í ein­víg­inu

Aron Elvar Finnsson

aronelvar@mbl.is

Skauta­fé­lag Ak­ur­eyr­ar er komið í afar góða stöðu í úr­slita­ein­vígi Íslands­móts karla í ís­hokkí. Liðið vann erkifjend­ur sína í Skauta­fé­lagi Reykja­vík­ur í Laug­ar­daln­um í gærkvöld, 3:1, og er því komið í 2:0 for­ystu í ein­víg­inu.

SA get­ur því tryggt sér Íslands­meist­ara­titil­inn á Ak­ur­eyri annað kvöld þegar liðin mæt­ast þriðju sinni. SR þarf hins veg­ar lífs­nauðsyn­lega sig­ur þar til að knýja fram fjórða leik í Laug­ar­daln­um á laugardaginn kemur.

Jóhann Ragnarsson var í miklum ham í marki SR en kom engum vörnum við þegar Unnar Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir SA á sjöttu mínútu með óverjandi skoti.

Atli Sveinsson jafnaði fyrir SR á 11. mínútu, blaðamaður sá þó ekki betur en markvörður SA hefði skotið í samherja og inn en markið skráist samt sem áður á Atla, 1:1.

Róbert Hafberg kom SA strax yfir á ný og Uni Blöndal skoraði þriðja markið þegar tvær sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta.

SA varðist skynsamlega í síðasta leikhlutanum. SR tók markvörðinn af velli undir lokin til að mynda yfirtölu á svellinu. Allt kom þó fyrir ekki, vörn og markvörður SA stóðu allt af sér og Akureyringar lönduðu dýrmætum sigri.

Höf.: Aron Elvar Finnsson