Ísland sigraði Norður-Kóreu, 3:2, í 2. deild A á HM í íshokkí í Bytom í Póllandi í gær og er því í baráttu um að vinna sér sæti í 1. deild. Hilma Bergsdóttir skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok en Berglind Leifsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu tvö fyrri mörkin
Ísland sigraði Norður-Kóreu, 3:2, í 2. deild A á HM í íshokkí í Bytom í Póllandi í gær og er því í baráttu um að vinna sér sæti í 1. deild. Hilma Bergsdóttir skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok en Berglind Leifsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir skoruðu tvö fyrri mörkin. Pólland vann Taívan 9:2 og Spánn vann Mexíkó 6:0 og Pólland er því með 6 stig, Ísland 5, Spánn 4, og Taívan 3 en Norður-Kórea og Mexíkó ekkert. Ísland mætir Póllandi á morgun.