„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur og svo fengum við högg á okkur strax í seinni hálfleik en við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka og spurningin var bara hvenær við myndum jafna leikinn,“ sagði Karólína Lea við Morgunblaðið eftir leikinn í gær

„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur og svo fengum við högg á okkur strax í seinni hálfleik en við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka og spurningin var bara hvenær við myndum jafna leikinn,“ sagði Karólína Lea við Morgunblaðið eftir leikinn í gær.

„„Það er mjög svekkjandi að hafa ekki náð ekki að skora eitt mark í viðbót, við eigum að ná allavega einu marki manni fleiri, en þetta var upp og niður í dag og við verðum bara að taka stigið,“ sagði Karólína Lea.

„Ég er sátt­ur við fyrri leik­inn og seinni hálfleik­inn í þess­um leik. Nú þarf ég að meta sjálf­an mig og hvað ég get gert bet­ur. Ég tek það á mig að liðið var ekki nógu gott í fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið.

„Ég hefði getað tekið fleiri leik­menn af velli en þetta er ákvörðun sem ég tók. Við vor­um í vand­ræðum vinstra meg­in og inni á miðsvæðinu. Þetta er þungt fyr­ir leik­menn sem lenda í þessu og ekki vani að taka leik­menn af velli í fyrri hálfleik en maður þarf að taka ákv­arðanir stund­um og þetta var ein af þeim erfiðustu,“ sagði Þorsteinn.

„Það sýn­ir karakt­er að koma til baka en eft­ir að þær fá rautt spjald hefði verið rosa­lega sætt að taka sig­ur­inn í lok­in, og við feng­um færi í það en það féll ekki með okk­ur í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, sem átti mjög góða innkomu í íslenska liðið í gær.