„Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur og svo fengum við högg á okkur strax í seinni hálfleik en við sýndum gríðarlegan karakter að koma til baka og spurningin var bara hvenær við myndum jafna leikinn,“ sagði Karólína Lea við Morgunblaðið eftir leikinn í gær.
„„Það er mjög svekkjandi að hafa ekki náð ekki að skora eitt mark í viðbót, við eigum að ná allavega einu marki manni fleiri, en þetta var upp og niður í dag og við verðum bara að taka stigið,“ sagði Karólína Lea.
„Ég er sáttur við fyrri leikinn og seinni hálfleikinn í þessum leik. Nú þarf ég að meta sjálfan mig og hvað ég get gert betur. Ég tek það á mig að liðið var ekki nógu gott í fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið.
„Ég hefði getað tekið fleiri leikmenn af velli en þetta er ákvörðun sem ég tók. Við vorum í vandræðum vinstra megin og inni á miðsvæðinu. Þetta er þungt fyrir leikmenn sem lenda í þessu og ekki vani að taka leikmenn af velli í fyrri hálfleik en maður þarf að taka ákvarðanir stundum og þetta var ein af þeim erfiðustu,“ sagði Þorsteinn.
„Það sýnir karakter að koma til baka en eftir að þær fá rautt spjald hefði verið rosalega sætt að taka sigurinn í lokin, og við fengum færi í það en það féll ekki með okkur í dag,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, sem átti mjög góða innkomu í íslenska liðið í gær.