Kvennalandslið Íslands í handknattleik getur í kvöld stigið stórt skref í áttina að sæti á heimsmeistaramótinu í lok þessa árs þegar það mætir Ísrael í fyrri umspilsleik þjóðanna. Hinn leikurinn fer fram annað kvöld, einnig hér á landi

Kvennalandslið Íslands í handknattleik getur í kvöld stigið stórt skref í áttina að sæti á heimsmeistaramótinu í lok þessa árs þegar það mætir Ísrael í fyrri umspilsleik þjóðanna. Hinn leikurinn fer fram annað kvöld, einnig hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og eins og fram hefur komið í fréttum fá áhorfendur ekki að mæta til að styðja íslenska liðið en viðureignin er sýnd beint á RÚV.