Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á Evrópumeisturum Real Madríd, 3:0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Declan Rice skoraði tvö stórbrotin mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Arsenal auk þess sem Mikel Merino komst á blað
Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á Evrópumeisturum Real Madríd, 3:0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Declan Rice skoraði tvö stórbrotin mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Arsenal auk þess sem Mikel Merino komst á blað. Inter Mílanó gerði þá frábæra ferð til München og lagði Bayern München að velli, 2:1. Lautaro Martínez og Davide Frattesi skoruðu mörk Inter og Thomas Müller fyrir Bæjara.