— Morgunblaðið/Eggert
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tryggði Íslandi jafntefli gegn Sviss, 3:3, í Þjóðadeildinni í fótbolta á Þróttarvelllinum í gær með því að skora þrennu eftir að íslenska liðið hafði tvisvar lent tveimur mörkum undir í leiknum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir tryggði Íslandi jafntefli gegn Sviss, 3:3, í Þjóðadeildinni í fótbolta á Þróttarvelllinum í gær með því að skora þrennu eftir að íslenska liðið hafði tvisvar lent tveimur mörkum undir í leiknum. Karólína er sú fyrsta í fimm ár sem skorar þrennu fyrir kvennalandslið Íslands, en liðið er með þrjú stig eftir þrjú jafntefli í fjórum leikjum í keppninni og er í harðri baráttu við Noreg og Sviss um annað og þriðja sætið í riðlinum. » 23