Óskar Sveinn Friðriksson, forstjóri færeyska skipafélagsins Smyril Line Cargo Ísland, sem rekur þrjú flutningaskip í siglingum milli Þorlákshafnar og Evrópu, auk farþegaferjunnar Norrænu, sem kemur að landi á Seyðisfirði, er svartsýnn á að Seyðfirðingar fái nokkurn tímann jarðgöng.
Norræna siglir í níu mánuði á ári til Íslands „Það er erfitt að sigla á Seyðisfjörð að vetri því Fjarðarheiðin er svo erfið yfirferðar,“ útskýrir Óskar í samtali við ViðskiptaMoggann.
Þann 14. júní næstkomandi verða 50 ár liðin frá því að ferjusiglingar hófust frá Seyðisfirði til Færeyja og þaðan til Danmerkur. » ViðskiptaMogginn