Harry Bretaprins
Harry Bretaprins
Lögfræðingar Harry Bretaprins sögðu í gær að líf prinsins væri sett að veði, en þá lauk réttarhöldum í máli sem Harry höfðaði til þess að fá aftur aukna öryggisgæslu í Bretlandi. Dregið var úr þeirri öryggisgæslu sem breska ríkið veitir Harry eftir…

Lögfræðingar Harry Bretaprins sögðu í gær að líf prinsins væri sett að veði, en þá lauk réttarhöldum í máli sem Harry höfðaði til þess að fá aftur aukna öryggisgæslu í Bretlandi. Dregið var úr þeirri öryggisgæslu sem breska ríkið veitir Harry eftir að hann og eiginkona hans Meghan Markle ákváðu árið 2020 að segja sig frá helstu skyldustörfum innan bresku konungsfjölskyldunnar og flytja til Bandaríkjanna.

Sagði lögmaður Harrys að öryggisgæslu hans í Bretlandi hefði verið sérlega ábótavant í alla staði og dregið úr getu hans til þess að heimsækja heimaland sitt. James Eadie, lögmaður breska ríkisins, sagði hins vegar að Harry hefði fengið öryggisgæslu sem hefði verið sérsniðin að þörfum hans í ljósi nýrra aðstæðna. Ekki er von á úrskurði fyrr en eftir páska.