Meistaradeild Leikmenn Arsenal fögnuðu stórsigri í fyrrakvöld.
Meistaradeild Leikmenn Arsenal fögnuðu stórsigri í fyrrakvöld. — AFP/Adrian Dennis
Með stórsigri sínum á Evrópu­meisturum Real Madrid í fyrrakvöld, 3:0, tryggði Arsenal enskum félögum viðbótarsæti í Meistaradeild karla í fótbolta á næsta keppnistímabili. England stóð mjög vel að vígi fyrir leikinn og með sigrinum varð gulltryggt…

Með stórsigri sínum á Evrópu­meisturum Real Madrid í fyrrakvöld, 3:0, tryggði Arsenal enskum félögum viðbótarsæti í Meistaradeild karla í fótbolta á næsta keppnistímabili. England stóð mjög vel að vígi fyrir leikinn og með sigrinum varð gulltryggt að enska úrvalsdeildin fengi annað þeirra tveggja sæta sem voru á lausu fyrir keppnina 2025-26. Þar með er ljóst að fimm efstu lið ensku deildarinnar í vor fara í Meistaradeildina næsta haust.