Nýr hvalaskoðunarbátur Sjóferða Arnars á Húsavík kom til Akureyrar í vikunni en báturinn, sem ber nefnið Vinur, var keyptur í Noregi og siglt hingað til lands. Báturinn var smíðaður árið 1980, er 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega.
Sjóferðir Arnars eru með annan bát í hvalaskoðunarferðum og heitir sá Moby Dick. Segir Arnar Sigurðsson eigandi fyrirtækisins, sem sjá má á myndinni, að góður gangur sé í hvalaskoðunarferðum á Skjálfanda, þótt lítils háttar samdráttur hafi verið í fyrra. Hafi lélegar gæftir ráðið þar mestu um og hafi 50 dagar farið í súginn vegna brælu. Hann segir að bókunarstaðan sá góð og talsvert af hval á Skjálfanda, höfrungar, háhyrningar og hnúfubakur, sem mest sé af.