Páll Steingrímsson
Páll Steingrímsson
Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hyggst stefna RÚV vegna vinnu­bragða í tengsl­um við um­fjöll­un sem RÚV birti úr gögn­um sem af­rituð voru úr stolnum síma eft­ir að fyrr­ver­andi eig­in­kona hans byrlaði honum ólyfjan

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hyggst stefna RÚV vegna vinnu­bragða í tengsl­um við um­fjöll­un sem RÚV birti úr gögn­um sem af­rituð voru úr stolnum síma eft­ir að fyrr­ver­andi eig­in­kona hans byrlaði honum ólyfjan. Eva Hauks­dótt­ir lögmaður Páls seg­ir að hann hafi komið að máli við sig ný­lega þar sem hann vill fara í skaðabóta­mál við fjöl­miðil­inn. Ekki hef­ur verið haft sam­band við RÚV á þess­um tíma­punkti.

„Páll Stein­gríms­son hef­ur leitað til mín og ­tel­ur hann sig eiga skaðabóta­kröfu á Rík­is­út­varpið. ­Afstaða Rík­is­út­varps­ins verður könnuð á næst­unni. En þetta er ekki komið af stað og það var í vik­unni sem ákvörðun var tek­in um að leita bóta fyr­ir hann,“ segir hún.