Páll Steingrímsson skipstjóri hyggst stefna RÚV vegna vinnubragða í tengslum við umfjöllun sem RÚV birti úr gögnum sem afrituð voru úr stolnum síma eftir að fyrrverandi eiginkona hans byrlaði honum ólyfjan. Eva Hauksdóttir lögmaður Páls segir að hann hafi komið að máli við sig nýlega þar sem hann vill fara í skaðabótamál við fjölmiðilinn. Ekki hefur verið haft samband við RÚV á þessum tímapunkti.
„Páll Steingrímsson hefur leitað til mín og telur hann sig eiga skaðabótakröfu á Ríkisútvarpið. Afstaða Ríkisútvarpsins verður könnuð á næstunni. En þetta er ekki komið af stað og það var í vikunni sem ákvörðun var tekin um að leita bóta fyrir hann,“ segir hún.