Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. apríl, kl. 19.30 í Eldborg mun Symphonie fantastique eða Draumórasinfónían eftir Hector Berlioz hljóma en hún er eitt höfuðverka rómantíska tímabilsins
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöldið 10. apríl, kl. 19.30 í Eldborg mun Symphonie fantastique eða Draumórasinfónían eftir Hector Berlioz hljóma en hún er eitt höfuðverka rómantíska tímabilsins. Segir í tilkynningu að einleikari á tónleikunum sé austurríski fiðluleikarinn Rainer Honeck sem flytji ásamt hljómsveitinni fiðlukonsert Albans Bergs. Hljómsveitarstjóri er hinn franski Bertrand de Billy, fyrrverandi aðalgestastjórnandi Sinfóníunnar.