Bogi Nils Bogason
Bogi Nils Bogason — Morgunblaðið/Golli
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair veltir því fyrir sér hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu staddir í raunheimum þegar þeir skoði frekari skattlagningu og gjaldtöku á ferðaþjónustuna. Greinin skilaði þriðjungi útflutnings á síðasta ári og skilar 200 ma

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair veltir því fyrir sér hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu staddir í raunheimum þegar þeir skoði frekari skattlagningu og gjaldtöku á ferðaþjónustuna. Greinin skilaði þriðjungi útflutnings á síðasta ári og skilar 200 ma. kr. árlega til samfélagsins, segir Bogi í grein í blaðinu í dag. Bogi segir hækkanir hér á landi hafa verið langt umfram það sem sést hafi í samkeppnislöndum Íslands og að frekari skattlagning og gjaldtaka geti haft áhrif á samkeppnisstöðuna.

Þá hafi helstu samkeppnislöndin veitt verulegum fjárhæðum í markaðssetningu, en það hafi íslensk stjórnvöld ekki gert síðan 2022. Afleiðingar þess hafi sést í flæði ferðamanna á síðasta ári. „Við sem störfum í raunheimum viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að samkeppnishæfni einnar mikilvægustu atvinnugreinar Íslands. Þau sem virðast ekki vera í raunheimum eru að velta fyrir sér frekari skattlagningu og gjaldtöku á greinina,“ skrifar Bogi. Spyr hann hvort sé mikilvægara fyrir íslenska þjóð og segir að í sínum huga sé svarið augljóst enda hafi aldrei borgað sig að spara eyrinn en kasta krónunni. » 39