Persónuvernd hefur borist kvörtun frá Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra, vegna meðferðar forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum hennar. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar hefur áður sagt í svari til Morgunblaðsins að berist stofnuninni kvörtun vegna málsins megi gera ráð fyrir að það verði kannað.
Fyrir liggur að aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra sendi aðstoðarmanni Ásthildar Lóu skjáskot af tölvupósti sem Ólöf sendi ráðuneytinu, sem innihélt fullt nafn Ólafar, heimilisfang hennar og farsímanúmer.