Leiðtogar kristilegu flokkanna CSU/CDU, þeir Markus Söder og Friedrich Merz, og leiðtogar Sósíaldemókrataflokksins, þau Lars Klingbeil og Saskia Esken, tilkynntu í gær að flokkar þeirra hefðu náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Merz, sem verður kanslari hinnar nýju ríkisstjórnar, sagði að Þýskaland myndi nú aftur ná árangri, en ríkisstjórnin hyggst m.a. stórauka útgjöld til varnarmála, sem og taka málefni innflytjenda og hælisleitenda fastari tökum. Þá yrði iðngeta landsins byggð upp á nýjan leik. „Þýskaland er komið aftur á sporið,“ sagði Merz.
Þá mun hin nýja ríkisstjórn halda áfram stuðningi Þjóðverja við Úkraínumenn og er markmiðið að gera þeim kleift að verja sig gegn innrás Rússa.