Öflug Hulda Clara Gestsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi.
Öflug Hulda Clara Gestsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. — Ljósmynd/Seth@golf.is
Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr GKG, hafnaði í öðru sæti á háskólamóti í Bandaríkjunum, Boilermaker Spring Classic, sem lauk í Indiana-ríki á mánudag. Hún lék þrjá hringi á sex höggum undir pari vallarins og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum

Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr GKG, hafnaði í öðru sæti á háskólamóti í Bandaríkjunum, Boilermaker Spring Classic, sem lauk í Indiana-ríki á mánudag.

Hún lék þrjá hringi á sex höggum undir pari vallarins og var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum. Þá endaði skóli Huldu Clöru, Denver University, í öðru sæti í liðakeppni á mótinu.

Síðastliðið sumar varð hún Íslandsmeistari í golfi í annað sinn. Hulda Clara er 23 ára gömul.