Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, þurfti að draga sig út úr íslenska hópnum fyrir leikina tvo gegn Ísrael vegna meiðsla á rifbeini og bringu. Sara Sif Helgadóttir úr Haukum kom í hennar stað fyrir fyrri leikinn í gærkvöld
Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, þurfti að draga sig út úr íslenska hópnum fyrir leikina tvo gegn Ísrael vegna meiðsla á rifbeini og bringu. Sara Sif Helgadóttir úr Haukum kom í hennar stað fyrir fyrri leikinn í gærkvöld. Hafdís sagði við Morgunblaðið í gær að meiðslin væru ekki alvarleg og hún ætti að vera klár í slaginn með Val þegar liðið hefur úrslitakeppnina en þar á Valur fyrsta leik 25. apríl.