Þrjú Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad.
Þrjú Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad. — Ljósmynd/Jon Forberg
Allir fjórir íslensku leikmenn Noregsmeistara Kolstad í handknattleik komust á blað í öruggum sigri á Halden, 33:19, í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitakeppni um norska meistaratitilinn í gær. Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum

Allir fjórir íslensku leikmenn Noregsmeistara Kolstad í handknattleik komust á blað í öruggum sigri á Halden, 33:19, í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitakeppni um norska meistaratitilinn í gær. Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad, Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú og bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir bættu við tveimur mörkum hvor.