Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
Séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið valin til starfa sem prestur við íslenska söfnuðinn í Noregi. Lilja Kristín fæddist árið 1969 og ólst upp á Húsavík. Foreldrar henner eru Gréta Fjelsteð Kristinsdóttir og Þorsteinn Guðnason

Séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið valin til starfa sem prestur við íslenska söfnuðinn í Noregi.

Lilja Kristín fæddist árið 1969 og ólst upp á Húsavík. Foreldrar henner eru Gréta Fjelsteð Kristinsdóttir og Þorsteinn Guðnason. Hún er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni. Þau eiga þrjú börn; Þorstein Grétar, Helga Snæ og Sigurbjörgu. Lilja Kristin tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1989 og lauk embættisprófi við guðfræðideild Háskóla Íslands 1996.

Hún var vígð til prestsþjónustu í Raufarhafnarprestakalli árið 1997. Síðan gegndi hún þjónustu í Ingjaldshóls- og Hellnasókn á Snæfellsnesi og í Breiðholtssókn.

Á undanförnum árum hefur Lilja Kristín aðallega starfað í Noregi. Íslenski söfnuðurinn í Noregi telur um 6.500 manns. sisi@mbl.is