Þyrlufyrirtækið Circle Air ehf. á Akureyri var tekið gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands vestra 21. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.
Félagið annaðist leiguflug og útsýnisflug með ferðamenn.
Eigandi Circle Air var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og mun þetta vera í annað skiptið á stuttum tíma sem félag í hans eigu verður gjaldþrota. Þorvaldur, sem átti einnig flugfélagið Niceair, sem sinnti millilandaflugi frá Akureyri og bauð upp á ferðir til Danmerkur, Bretlands og Spánar. Í apríl 2023 aflýsti félagið öllu flugi, í lok þess mánaðar var öllu starfsfólki sagt upp og sótt var um gjaldþrotaskipti í maí sama ár.
Skiptum á því búi lauk í lok mars síðastliðins og fengu kröfuhafar ekkert í sinn hlut af þeim 184 milljónum króna sem lýst var í þrotabúið.
Samkvæmt síðasta ársreikningi Circle Air, fyrir árið 2022, nam tap félagsins ríflega 17 milljónum króna, en árið 2021 nam tapið 11,5 milljónum króna.