Sex eru látnir, þar af þrjú börn, eftir að þyrla hrapaði í Hudson-ána í New York-borg í Bandaríkjunum í gær. Slysið varð klukkan 15.17 að staðartíma og voru viðbragðsaðilar fljótir á staðinn. Fjórir voru úrskurðaðir látnir á staðnum en tveir voru fluttir á sjúkrahús
Sex eru látnir, þar af þrjú börn, eftir að þyrla hrapaði í Hudson-ána í New York-borg í Bandaríkjunum í gær. Slysið varð klukkan 15.17 að staðartíma og voru viðbragðsaðilar fljótir á staðinn. Fjórir voru úrskurðaðir látnir á staðnum en tveir voru fluttir á sjúkrahús. Tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og voru þeir úrskurðaðir látnir á sjúkrahúsinu.
Fimm manna fjölskylda, ferðamenn frá Spáni, lést í slysinu auk þyrluflugmannsins. Fjölskyldan var í útsýnisflugi yfir borginni.