134 Elín Metta Jensen lék áður með Valskonum frá 2010 til 2022.
134 Elín Metta Jensen lék áður með Valskonum frá 2010 til 2022. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elín Metta Jensen, einn mesti markaskorarinn í sögu kvennafótboltans á Íslandi, er komin með leikheimild með Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022. Hún spilaði með Þrótti 2023 en var í barneignarfríi á síðasta ári

Elín Metta Jensen, einn mesti markaskorarinn í sögu kvennafótboltans á Íslandi, er komin með leikheimild með Val en hún lék síðast með liðinu árið 2022. Hún spilaði með Þrótti 2023 en var í barneignarfríi á síðasta ári. Elín hefur æft með Val undanfarnar vikur en hún hefur skorað 134 mörk í 189 leikjum í efstu deild, 132 þeirra fyrir Val, og er sú níunda markahæsta í sögu deildarinnar. Elín er þrítug og hefur skorað 16 mörk í 62 landsleikjum.