Vestri og FH eiga að mætast á Ísafirði á sunnudaginn kemur í Bestu deild karla í fótbolta en þá hefst önnur umferð deildarinnar. Miðað við veðurspána sem nú er í gildi fyrir sunnudaginn 13
Vestri og FH eiga að mætast á Ísafirði á sunnudaginn kemur í Bestu deild karla í fótbolta en þá hefst önnur umferð deildarinnar.
Miðað við veðurspána sem nú er í gildi fyrir sunnudaginn 13. apríl verður snjókoma, eins stigs hiti og 11 metrar á sekúndu á Ísafirði frá hádegi og fram undir kvöld. Þá á að halda áfram að snjóa á svæðinu á mánudaginn. Skilyrðin væru öllu betri ef leikurinn hefði verið settur á sólarhring fyrr en þá er spáð sex stiga hita á Ísafirði.