Ísafjörður Úlfur Björnsson og Fatai Gbadamosi í leik liðanna 2024.
Ísafjörður Úlfur Björnsson og Fatai Gbadamosi í leik liðanna 2024. — Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Vestri og FH eiga að mæt­ast á Ísaf­irði á sunnu­dag­inn kem­ur í Bestu deild karla í fót­bolta en þá hefst önn­ur um­ferð deild­ar­inn­ar. Miðað við veður­spána sem nú er í gildi fyr­ir sunnu­dag­inn 13

Vestri og FH eiga að mæt­ast á Ísaf­irði á sunnu­dag­inn kem­ur í Bestu deild karla í fót­bolta en þá hefst önn­ur um­ferð deild­ar­inn­ar.

Miðað við veður­spána sem nú er í gildi fyr­ir sunnu­dag­inn 13. apríl verður snjó­koma, eins stigs hiti og 11 metr­ar á sek­úndu á Ísaf­irði frá há­degi og fram und­ir kvöld. Þá á að halda áfram að snjóa á svæðinu á mánu­dag­inn. Skil­yrðin væru öllu betri ef leik­ur­inn hefði verið sett­ur á sól­ar­hring fyrr en þá er spáð sex stiga hita á Ísaf­irði.