Slóveninn Luka Doncic fékk afar hlýjar móttökur þegar hann mætti með sínu nýja liði, LA Lakers, til leiks gegn Dallas Mavericks á sínum gamla heimavelli í Dallas í fyrrinótt. Doncic lék með Dallas í sjö ár en var óvænt skipt til Lakers í byrjun febrúar
Slóveninn Luka Doncic fékk afar hlýjar móttökur þegar hann mætti með sínu nýja liði, LA Lakers, til leiks gegn Dallas Mavericks á sínum gamla heimavelli í Dallas í fyrrinótt. Doncic lék með Dallas í sjö ár en var óvænt skipt til Lakers í byrjun febrúar. Eftir hjartnæma kynningu fyrir leik þar sem sjá mátti Doncic sitja tárvotan undir hrósinu tók hann leikinn í sínar hendur, skoraði 31 stig í fyrri hálfleik og 45 alls fyrir Lakers sem vann, 112:97.