— Ljósmynd/Embætti forseta Íslands
Á þriðja og síðasta degi ríkisheimsóknar forseta Íslands til Noregs í gær fylgdi Hákon krónprins forsetahjónunum til Þrándheims ásamt Tore O. Sandvik varnarmálaráðherra Noregs. Forseti sótti viðskiptaviðburð með áherslu á bláa hagkerfið ásamt…

Á þriðja og síðasta degi ríkisheimsóknar forseta Íslands til Noregs í gær fylgdi Hákon krónprins forsetahjónunum til Þrándheims ásamt Tore O. Sandvik varnarmálaráðherra Noregs.

Forseti sótti viðskiptaviðburð með áherslu á bláa hagkerfið ásamt fulltrúum frá íslenskum og norskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Í Niðarósdómkirkju fengu forsetahjónin og krónprinsinn fræðslu um sögu kirkjunnar og hlýddu á stúlknakór syngja. Borgarstjóri Þrándheims, sem einnig er fyrrverandi ræðismaður Íslands, bauð til hádegisverðar til heiðurs forsetahjónunum. Að lokum heimsóttu þau heimavarnarstöð norska hersins í Værnes þar sem þjálfunar- og endurhæfingarverkefni fer fram fyrir úkraínska herinn, með áherslu á áfallahjálp og fyrstu hjálp í bardaga.