Valkyrjur Formenn ríkisstjórnarflokkanna í árdaga samstarfsins.
Valkyrjur Formenn ríkisstjórnarflokkanna í árdaga samstarfsins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Boðið var upp á hlaðborð skatta og gjalda á ferðaþjónustu í minnisblaði sem menningar- og viðskiptaráðuneytið, sem þá var enn starfandi, tók saman vegna stjórnarmyndunarviðræðna fyrir núverandi ríkisstjórnarflokka í desember sl

Boðið var upp á hlaðborð skatta og gjalda á ferðaþjónustu í minnisblaði sem menningar- og viðskiptaráðuneytið, sem þá var enn starfandi, tók saman vegna stjórnarmyndunarviðræðna fyrir núverandi ríkisstjórnarflokka í desember sl.

Ekki er komið í ljós hvort eða að hve miklu leyti ríkisstjórnin hyggst gera sér mat úr hugmyndunum, en þær eru þó settar fram í formi matseðils.

Í minnisblaðinu segir að um sé að ræða „fjölbreyttan matseðil“, en að ekki sé hægt að velja allt.

Á hlaðborði ríkisstjórnarinnar er meðal annars boðið upp á gistináttagjald á alla gistingu, víðtækari bílastæðagjöld, aðgangseyri að þjóðgörðum, umhverfisskatta og gistináttagjald á skemmtiferðaskip, umhverfisskatt á flugfarþega, varaflugvallargjald og umhverfisskatt á óvistvæna bílaleigubíla.

Þá er fjallað um tilfærslu ferðaþjónustu yfir í almennt virðisaukaskattsþrep, en ráðuneyti greinir á um hvort það sé fýsilegur kostur. Ráðuneytið telur slíka breytingu geta skaðað samkeppnishæfni á meðan fjármálaráðuneytið sér tækifæri í afnámi ívilnana til ferðaþjónustu svo lækka megi skatta á atvinnustarfsemi almennt. » 2, 4 og 18