Vísbendingar eru um að tölur um erlenda ferðamenn á Íslandi hafið falið í sér nokkurt ofmat. Ástæðan er að erlendir ríkisborgarar sem búa á landinu kunna að hafa verið taldir sem ferðamenn á leið úr landi.
Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu, telur þó ekki tilefni til að endurskoða tölur síðustu ára.
Spurð hversu mikið þurfi hugsanlega að endurskoða tölurnar með þetta í huga segir hún að í ljósi þess hve erlendum ríkisborgurum með búsetu á Íslandi hafi fjölgað á undanförnum árum megi ætla að þeir hafi mælst tvöfalt fleiri í brottfarartalningum árið 2024 en árið 2017. En samkvæmt Hagstofunni hefur fólki með erlent ríkisfang á Íslandi fjölgað úr 28.500 árið 2017 í 63.500 árið 2024. » 18