Íslands- og unglingameistaramótið í sundi í 50 metra laug hefst í dag en það fer fram í Laugardalslauginni í Reykjavík og lýkur á sunnudagskvöldið. Allt besta sundfólk landsins mætir til leiks og þar er fremst í flokki Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem er í fremstu röð í skriðsundi í Evrópu
Íslands- og unglingameistaramótið í sundi í 50 metra laug hefst í dag en það fer fram í Laugardalslauginni í Reykjavík og lýkur á sunnudagskvöldið. Allt besta sundfólk landsins mætir til leiks og þar er fremst í flokki Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem er í fremstu röð í skriðsundi í Evrópu. Hún og Einar Margeir Ágústsson hafa þegar tryggt sér keppnisrétt á HM í sumar og fleiri berjast um að komast þangað og á önnur stórmót ársins, sem og í landsliðshópa sundsambandsins.