Pólland Saga Blöndal hefur leikið vel fyrir íslenska landsliðið.
Pólland Saga Blöndal hefur leikið vel fyrir íslenska landsliðið. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mátti sætta sig við 2:0-tap fyrir Póllandi í þriðju umferð 2. deildar A í Póllandi í gærkvöldi. Um fyrsta tap Íslands í deildinni er að ræða. Pólland er á toppnum með fullt hús stiga en Ísland er í þriðja sæti með tvo sigra

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí mátti sætta sig við 2:0-tap fyrir Póllandi í þriðju umferð 2. deildar A í Póllandi í gærkvöldi. Um fyrsta tap Íslands í deildinni er að ræða. Pólland er á toppnum með fullt hús stiga en Ísland er í þriðja sæti með tvo sigra.

Ísland stóð vel í Póllandi í leiknum en fór svo að lokum að heimakonur skoruðu tvívegis í þriðju og síðustu lotu. Íslenska liðið á eftir að mæta Mexíkó á morgun og svo Taívan á sunnudag.