Manchester United og Tottenham Hotspur gerðu bæði jafntefli í fyrri leikjum sínum í átta liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. United heimsótti Lyon til Frakklands og lauk leiknum 2:2.
Thiago Almada kom Lyon í forystu með marki beint úr aukaspyrnu. Leny Yoro jafnaði metin fyrir United undir lok fyrri hálfleiks og Joshua Zirkzee virtist vera að tryggja gestunum sigurinn þegar hann skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Rayan Cherki jafnaði hins vegar fyrir Lyon á fimmtu mínútu uppbótartíma.
Tottenham fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn til Lundúna og fór sá leikur 1:1. Hugo Ekitiké kom Frankfurt yfir snemma leiks áður en Pedro Porro jafnaði metin fyrir heimamenn.
Chelsea er þá í kjörstöðu eftir 3:0-sigur á Legia Varsjá í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Póllandi í gær.