Ný tónleikaröð sem ber heitið „Hvítar súlur“ hefur göngu sína á pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í tilkynningu kemur fram að þar stígi á svið strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá…

Ný tónleikaröð sem ber heitið „Hvítar súlur“ hefur göngu sína á pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Í tilkynningu kemur fram að þar stígi á svið strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur,
Vigdísi Másdóttur og Grétu Rún Snorradóttur.

Þá verður fluttur hinn víðfrægi Keisarakvartett Haydns sem og verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson og Vasks. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og fara fram í Hömrum.