Golf Masters er eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið.
Golf Masters er eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið. — AFP/Harry How
Norður-Írinn Rory McIlroy sýndi vígtennurnar í gær þegar hann lék annan hringinn á Masters-mótinu í golfi á 66 höggum. McIlroy blandaði sér í baráttu efstu manna með spilamennskunni í gær en hann er samtals á 6 undir pari

Norður-Írinn Rory McIlroy sýndi vígtennurnar í gær þegar hann lék annan hringinn á Masters-mótinu í golfi á 66 höggum.

McIlroy blandaði sér í baráttu efstu manna með spilamennskunni í gær en hann er samtals á 6 undir pari.

Englendingurinn Justin Rose er efstur á 8 undir pari og var á höggi undir pari í gær. Bryson DeChambeau er annar, aðeins höggi á eftir, en þegar blaðið fór í prentun höfðu ekki allir lokið öðrum hring.