Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í gær í fimleikahúsinu á Akranesi. Þar gerði lið Stjörnunnar sér lítið fyrir og vann þrefalt. Kvennalið Stjörnunnar hrósaði sigri með 51.950 stig og er þetta í sjöunda sinn í röð sem liðið vinnur Íslandsmeistaratitilinn
Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í gær í fimleikahúsinu á Akranesi. Þar gerði lið Stjörnunnar sér lítið fyrir og vann þrefalt. Kvennalið Stjörnunnar hrósaði sigri með 51.950 stig og er þetta í sjöunda sinn í röð sem liðið vinnur Íslandsmeistaratitilinn.
Í flokki blandaðra liða hafði Stjarnan betur gegn ÍA með því að vinna sér inn 47.750 stig. Karlalið Stjörnunnar tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitilinn, en liðið fékk 46.200 stig.