Framlenging Mo Salah hefur framlengt samning sinn við Liverpool.
Framlenging Mo Salah hefur framlengt samning sinn við Liverpool. — AFP/Paul Ellis
Egypski framherjinn Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool. Salah, sem gekk í raðir Liverpool frá Roma árið 2017, hefur á tíma sínum hjá enska félaginu skorað 243 mörk og lagt upp 109 í 394 leikjum

Egypski framherjinn Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool. Salah, sem gekk í raðir Liverpool frá Roma árið 2017, hefur á tíma sínum hjá enska félaginu skorað 243 mörk og lagt upp 109 í 394 leikjum. Á þessu tímabili hefur hann skorað 32 mörk í öllum keppnum, þar af 27 í úrvalsdeildinni en Liverpool trónir á toppi deildarinnar og fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið hampi 20. meistaratitlinum.