Ljóðatónleikar Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópransöngkona.
Ljóðatónleikar Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópransöngkona.
Þær Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja þekkt ljóð eftir Schubert og Brahms á tónleikum sem bera yfirskriftina Tónskáldin úr austri – ljóðatónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,…

Þær Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja þekkt ljóð eftir Schubert og Brahms á tónleikum sem bera yfirskriftina Tónskáldin úr austri ljóðatónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, laugardaginn 12. apríl, klukkan 15.

Segir í tilkynningu að flutt verði nokkur ljóð úr Vetrarferðinni ásamt umfangsmeiri ljóðum eftir Schubert sem heyrist sjaldan hér á landi eins og „Erlkönig“, „Der Tod und das mädchen“, „Gretchen am Spinnrade“, „Rastlose Liebe“ og „Der Musensohn“.

Þá verði einnig flutt þekkt ljóð eftir Brahms eins og „Feldeinsamkeit“, „Die Mainacht“, „Meine Liebe ist grün“ og „Von ewiger Liebe“. „Hólmfríður og Ástríður Alda byrjuðu að æfa saman seint á síðasta ári og verða tónleikarnir þeirra fyrstu saman.“ Tónleikarnir standa í tæpa klukkustund án hlés og er miðaverð 4.000 krónur sem greiðist við inngang á tónleikadegi.