— Morgunblaðið/Eggert
Par deilir rúmi á endurhæfingarstöð sem úkraínski milljarðamæringurinn Vjatseslav Saporósjets setti á fót í Kænugarði eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þangað leita hermenn til endurhæfingar og berjast þar við afleiðingar þeirra hræðilegu…

Par deilir rúmi á endurhæfingarstöð sem úkraínski milljarðamæringurinn Vjatseslav Saporósjets setti á fót í Kænugarði eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þangað leita hermenn til endurhæfingar og berjast þar við afleiðingar þeirra hræðilegu voðaverka sem einræðisherrann Vladimír Pútín efndi til fyrir rúmum þremur árum, þegar hann lýsti yfir stríði á hendur þjóðinni. „Mistök ríkisstjórnar okkar, og raunar heimsins alls, eru að átta sig ekki á því að stríðið hófst fyrir löngu,“ segir Vjatseslav við Sunnudagsblaðið.