Baráttuglaður Gauti Páll Jónsson að tafli í Hörpunni.
Baráttuglaður Gauti Páll Jónsson að tafli í Hörpunni. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tíu skákmenn voru með fullt hús vinninga eftir fyrstu þrjár umferðir Reykjavíkurmótsins sem fram fer í Hörpu og lýkur á þriðjudaginn. Enginn íslenskur skákmaður var í þeim hópi en fjölmargir komu í humátt á eftir með 2½ vinning, keppendur sem …

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Tíu skákmenn voru með fullt hús vinninga eftir fyrstu þrjár umferðir Reykjavíkurmótsins sem fram fer í Hörpu og lýkur á þriðjudaginn. Enginn íslenskur skákmaður var í þeim hópi en fjölmargir komu í humátt á eftir með 2½ vinning, keppendur sem munu ef að líkum lætur blanda sér í baráttuna um efsta sætið: Vignir Vatnar Stefánsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson og athygli vekur að elsti keppandi mótsins, Þór Valtýsson, fæddur 1943, er í þessum hópi. Keppendur eru 419, sem er þátttökumet. Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni https://www.reykjavikopen.com/ . Þar kemur fram að flestir keppendur koma frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Englandi. Indverskir skákmenn hafa jafnan fjölmennt á þetta mót undanfarin ár en þeir eru nú 17 talsins.

Þetta Reykjavíkurskákmót, sem er hið 38. í röðinni, er helgað minningu Friðriks Ólafssonar. Í fyrstu umferð minnti okkar stigahæsti maður, Vignir Vatnar Stefánsson, á arfleifð hans með því að tefla hið svonefnda „burstabæjarafbrigði“ Sikileyjarvarnar, sem fyrst sást í skákum Friðriks fyrir 50 árum, nánar tiltekið í Tallinn í Eistlandi árið 1975. Og það var gaman að sjá Gauta Pál Jónsson vinna þýskan stórmeistara í 2. umferð:

Reykjavíkurskákmótið 2025; 2. umferð:

Vitaly Kunin – Gauti Páll Jónsson

Benkö-gambítur

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5

Benkö-gambíturinn. Hugmyndin er að ná mótspili eftir a- og b-línunni. En hvítur þarf ekki að hirða peðið þótt það sé enn talið gott.

4. Dc2 bxc4 5. e4 d6 6. Bxc4 g6 7. Rc3 Bg7 8. Rf3 O-O 9. O-O Ba6 10. Rd2 Bxc4 11. Rxc4 Rbd7 12. Bd2 Hb8 13. h3 Re8 14. Had1 f5 15. exf5 Hxf5 16. Re2

Gildra; 16. … Hxd5? yrði svarað með 17. Ba5! og vinnur.

16. … Rc7 17. Ba5 Dc8 18. De4 Re5 19. Rg3 Hf7 20. Rxe5 Bxe5 21. Bc3 Bxc3 22. bxc3 Da6 23. h4?!

Reynir að hefja kóngssókn. Hvítur hefur komist út byrjuninni með fremur þægilega stöðu og eftir 23. Hd2 á svartur erfitt með að fá mótspil.

23. … Dxa2 24. h5 Hbf8 25. hxg6 Hxf2 26. Kh2

(Sjá stöðumynd 1)

Spennandi staða sem er í dínamísku jafnvægi eftir 26. … Hxf1 27. Rxf1 Df2! Leikurinn sem Gauti velur er glæfralegur og tæpast góður en engu að síður sá sem vinnur skákina þegar allt kemur til alls!

26. … e5?! 27. Rh5 Re8 28. Dg4 H8f5 29. Hxf2 Dxf2 30. gxh7+ Kxh7 31. Hb1?

Eftir 31. Hd3! hefði verið fátt um varnir.

31. … Hf7 32. Hb8 Rf6! 33. Dh3 Rxh5 34. Dxh5+ Kg7 35. Dg5+ Kh7+ 36. Dh5+ Kg7 37. Dh8+ Kg6 38. Hg8+?

Hann vill ekki sætta sig við jafntefli, sem enn var hægt að ná með 38. Dg8+ Kf6 39. He8.

38. … Kf5 39. c4 Ke4 40. Hg3 Kd4!

Sennilega áttaði Kunin sig ekki á því yfir að kóngurinn er algerlega öruggur á miðju borði. Svarta staðan er unnin!

41. Dh3 Df5 42. Dxf5 Hxf5 43. Hg6 e4 44. Hxd6 Kxc4 45. Ha6 Hxd5 46. g4 e3 47. Kg2 Kd3 48. Ha3 Ke4 49. Hxa7 c4 50. He7 Kf4 51. Hc7 Hd2+ 52. Kf1 Hc2 53. Ke1 Kf3 54. Kd1 Hg2 55. Hf7+ Ke4 56. He7+ Kd3 57. Hd7+ Kc3 58. He7

58. … Hg1+!

Það vefst ekki fyrir Gauta Páli að vinna þetta hróksendatafl. „Lucena-staðan“ svonefnda er ekki langt undan.

59. Ke2 Hxg4 60. Kxe3 Kc2 61. Hb7 c3 62. Hb8 Kc1 63. Kd3 c2 64. Hh8 Hg3+ 65. Kc4 Kb1 66. Hb8+ Ka2 67. Ha8+ Ha3

– og hvítur gafst upp.